Vitleysa er þetta !!!

Hér er Árni Þór að gefa sér að sú skilgreining sem við hér á á Íslandi og þá líklega nóbelsnefndin sé sú eina rétta og eigi að gilda fyrir allar þjóðir. Sú skoðun minnir mig óneytanlega á suma öfgatrúarflokka sem telja að allir eigi að trúa því sem þeir boða. Okkar skilgreining á mannréttindum miðast út frá einstaklingum, sem er í anda þess hvernig við lítum á samfélög - við horfum á einstaklinginn og þaðan á það samfélag sem hann tekur þátt í. Þessu er bara öðruvísi háttað í mörgum öðrum löndum, þar á meðal Kína. Kínversk menning hefur þróast í þá átt að samfélagið er heild sem á einstaklinga sem þjóna síðan heildinni. Þessi sýn á sér djúpar rætur og sést tildæmis á því hvernig þeir koma frá sér heimilisfangi. Öfugt við okkar venjur kemur landið fyrst, síðan hérað, bær og svo að lokum heimilisfang einstaklingsins.

Þetta leiðir af sér að þegar litið er til mannréttinda er litið fyrst á mannréttindi heildarinnar sem eina heild, langt á undan mannréttindum einstaklingsins. Þessi sýn er ekkert rangari eða réttari en okkar - hún er bara á annan hátt. Það má líkja kínverskri mannauðsstjórnun við það hvernig líkaminn okkar stjórnar þeim örverum sem þar láta kerfið ganga - ef það kemur upp einhver sjálfstæðisbarátta hjá einhverri bakteríu sem ógnar líkamanum gerum við bara eins og Kínverjar og losum okkur við vandamálið - hvort að það sé með einangrun eða byssuskoti í höfuðið er ekki aðalatriðið fyrir heildina.

Það er ótrúleg þröngsýni sem er svo sem einkennandi fyrir svo marga að halda því fram að einn stjórnarháttur sé sá eini rétti og eigi að ganga yfir allt mannkynið. Vissulega er það sorglegt að Liu Xiaobo sé lokaður inni eða jafnvel skotinn, en bara út frá okkar gildum sem eiga bara ekki við í Kína. Veit ekki hvernig Árni myndi svara Kínverskum yfirvöldum er þau myndu krefjast þess að fallið yrði frá því að ákæra Geir Haarde fyrir landsdóm, en mér þætti fróðlegt að sjá viðbrögðin.

 


mbl.is Ísland krefjist þess að Liu verði látinn laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vera atvinnurekandi með þing á bak við sig

Alltaf skulu yfirvöld vera á þeim skónum að skipta sér af öllu með lagasetningum. Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera í lagi að launþegar geti ekki farið fram á launahækkanir þegar allt verðlag hefur hækkað um það sem raun ber vitni. Vissulega eru flugumferðastjórar með ágæt laun, en verðlag hefur líka hækkað hjá þeim. Enda má það vera víst hverjum sem er að launakröfur næstu ára verða í samhengi við hækkandi verðlag hjá öllum stéttum. Ég neita að hlusta á þau rök að ríkið hafi ekki efni á því að greiða hærri laun. Það er nú þannig að með því að halda launum niðri, eins og virðist eiga að vera stefnan, er verið að láta almenning borga fyrir að rétta af stöðu þjóðarskútunnar á sama hátt og alltaf hefur verið gert hér á landi.

Það er ljóst að laun hér á landi munu hækka á næstu misserum, það er bara spurning hvort ríkisstjórnin muni beita þinginu til að stoppa af þá þróun eða bara hægja á henni eins og hún gerir nú.


mbl.is Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fer framm á uppsögn - strax í dag

Sú vanvirðing sem mér þykir lýðræðinu og stjórnarkránni vera sýnd af okkar svokölluðum leiðtogum er langt fyrir ofan minn skilning og getu til að fyrirgefa. Ég tel að ef einhverjir eigi að taka þátt í kosningum þá séu það þeir sem starfa í umboði slíkra kosninga.

sjá meira - http://www.kristinn.eu/?p=97

 


mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan ef nokkurntíman átt jafnslæman leiðtoga og í dag.

Á morgun fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er viðburður sem er varla talið daglegt brauð eins og Óli Bessastaðabóndi hefur gefið í skyn. Það er ekki nema ef þessar kosningar séu settar í sama flokk og Alþingiskosningar, Sveitastjórnarkosnintingar og Forsetakostningar. Það er í raun ekki mikill eðlismunur á þessu. Í öllum tilvikum er þjóðinni gefinn kostur á að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til þess að tjá sýna skoðun á mismunandi stórum málefnum. Þess vegna get ég varla orða bundist yfir þeirri vanvirðingu sem æðstu stjórnendur í landinu sýna lýðveldinu Ísland með því að mæta ekki, eða í það minnsta segjast ekki ætla að mæta á kjörstað á morgun. Í sjálfu sér er mér nokkuð sama hvað hver og einn kýs svo lengi sem það er samkvæmt eigin sannfæringu og bestu vitund. Jóhanna og Steingrímur er kannski í smá vanda með að kjósa já eða nei á morgun, en þá er líka til sá kostur að skila auðu. Ekki sýna þjóðinni og stjórnarskránni þá vanvirðingu að sitja heima að baka vöflur í stað þess að mæta og skila auðu og taka í það minnsta þátt í því samfélagi sem þau þykjast stjórna.

Ég er í raun mun meira en svektur eða vonsvikinn með þessa vanvirðinu, ég er bál fjúkandi reiður. Og get ekki skilið að þau ætli sér að starfa í skjóli sömu stjórnarskrár og þau vanvirða með þessum hætti. Ég mun engu að síður ekki trúa því fyrr en það fæst staðfest að þau standi við þessi orð sín. Vona svo innilega að þjóðin hafi ekki kosið yfir sig slíka mannkosti yfir sig síðasta vor.

www.kristinn.eu


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Funda á heimavelli, núna strax

Mér finnst einhvern veginn vera kjörið tækifæri núna til þess að taka stjórn á samningaviðræðum að nefndin komi heim og bjóði Bretum og Hollendingum að kíkja við ef þeir vilji ræða málin eitthvað meira. Þá erum við ekki að senda þau skilaboð að við séum ekki örvingluð af ótta um að ná ekki samningum.

sjá meira - www.kristinn.eu


mbl.is Áfram fundað í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka stjórn á samningaviðræðum

Eitt af því sem ég skil ekki í þessum heimi, sem er annars nokkuð margt, er af hverju íslenska samninganefndin í þessu dásamlega Icesave máli er stödd í Bretlandi og bíður þess að vera kölluð að borðinu. Kannski er það málið að ég þekki ekki allar hliðar málsins, og er því með óþarfa raus hér.

Mér finnst einhvern veginn vera kjörið tækifæri núna til þess að taka stjórn á samningaviðræðum að nefndin komi heim og bjóði Bretum og Hollendingum að kíkja við ef þeir vilji ræða málin eitthvað meira. Þá erum við ekki að senda þau skilaboð að við séum ekki örvingluð af ótta um að ná ekki samningum.

Hvar eru gömlu góðu þrjóskupúkarnir sem voru í okkar liði þegar þorskastríðið var háð? Var það ekki það sem kom okkur í góða samningsstöðu á þeim tíma, fyrir utan USA. Ég leyfi mér þó að efast um að USA aðstoð sé það sem þurfi núna. Held að við Íslendingar séum nægjanlega samanrekin lítil þrjósk þjóð til að standa af okkur hvaða storm sem er. Tíminn vinnur með okkur í þessu máli.

www.kristinn.eu

 


mbl.is Fundur fyrir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðisskuldir – hvað á að gera.

Eins og áður hefur komið fram þá er ég allgerlega á móti því að höfuðstóll húsnæðislána sé lækkaður eða „leiðréttur“ eins og sumir vilja kalla það. Það er nefnilega þannig ef maður lítur á hvað það er sem skiptir máli þá áttar maður sig á því að það er ekki aðalatriðið hvort fólk eigi jákvæða eignastöðu í fasteign eða ekki. Það sem skiptir máli er að fjölskyldur geti búið í hentugu húsnæði hverju sinni. Til dæmis er mikilvægt að það þurfi ekki að flækjast með börn á skólaaldri milli hverfa næstu árin í handónýtu leiguumhverfi sem við búum við hér á Íslandi.

Og hvað á þá að gera. Lausnin liggur eiginlega beint við, en er náttúrulega ekki gallalaus frekar en annað gott í lífinu.

Lánastofnanir setja á laggirnar leigufélag, sem við skulum kalla A. Þetta leigufélag býður síðan öllum sem eru með yfirveðsettar eignir , sem við köllum B, að setja fasteignir sínar þar inn. Gerður er fimm ára leigusamningur og leiguverð reiknað út frá arðsemiskröfu sem telst eðlileg miðað við fasteignamat.

sjá meira á http://www.kristinn.eu/?p=62


Skuldavandi heimilanna

Nú eru uppi háværar kröfur í þjóðfélaginu um að það eigi að lækka höfuðstól húsnæðislána, og er mikið talað um leiðréttingu og forsendubrest. Ég sé engan forsendubrest hvað þá heldur rök sem mæla með því að fella niður skuldir í stórum stíl.

Bankarnir eru farnir að bjóða niðurfellingu á höfuðstól að einhverju marki og er aðallega verið að bjóða þeim sem eru með yfirveðsettar íbúðir þessar leiðréttingar eins og það er kallað. Þannig er fólki sem tók hátt í 100% lán eftir 2004 þessar leiðréttingar. Það er líka verið að bjóða fólkinu sem endurfjármagnaði íbúðina sína með kostaboðum bankanna og notaði afganginn til neysluvara eins og jeppa, húsbíl og ferðalaga. Þá er spurning sem kemur upp í kollinum á mér. Þarf þetta sama fólk að skila inn jeppanum og húsbílnum við niðurfellingu skuldanna ? Eru skilaboðin þau að það borgar sig alltaf að yfirveðsetja heimilið til að kaupa neysluvöru?

Sjá meira á http://www.kristinn.eu/?p=48


Ný heimasíða

Nú er ég búinn að koma mér upp nýja heimasíðu - www.kristinn.eu

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband