Sjaldan ef nokkurntíman átt jafnslæman leiðtoga og í dag.

Á morgun fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er viðburður sem er varla talið daglegt brauð eins og Óli Bessastaðabóndi hefur gefið í skyn. Það er ekki nema ef þessar kosningar séu settar í sama flokk og Alþingiskosningar, Sveitastjórnarkosnintingar og Forsetakostningar. Það er í raun ekki mikill eðlismunur á þessu. Í öllum tilvikum er þjóðinni gefinn kostur á að nýta stjórnarskrárbundinn rétt sinn til þess að tjá sýna skoðun á mismunandi stórum málefnum. Þess vegna get ég varla orða bundist yfir þeirri vanvirðingu sem æðstu stjórnendur í landinu sýna lýðveldinu Ísland með því að mæta ekki, eða í það minnsta segjast ekki ætla að mæta á kjörstað á morgun. Í sjálfu sér er mér nokkuð sama hvað hver og einn kýs svo lengi sem það er samkvæmt eigin sannfæringu og bestu vitund. Jóhanna og Steingrímur er kannski í smá vanda með að kjósa já eða nei á morgun, en þá er líka til sá kostur að skila auðu. Ekki sýna þjóðinni og stjórnarskránni þá vanvirðingu að sitja heima að baka vöflur í stað þess að mæta og skila auðu og taka í það minnsta þátt í því samfélagi sem þau þykjast stjórna.

Ég er í raun mun meira en svektur eða vonsvikinn með þessa vanvirðinu, ég er bál fjúkandi reiður. Og get ekki skilið að þau ætli sér að starfa í skjóli sömu stjórnarskrár og þau vanvirða með þessum hætti. Ég mun engu að síður ekki trúa því fyrr en það fæst staðfest að þau standi við þessi orð sín. Vona svo innilega að þjóðin hafi ekki kosið yfir sig slíka mannkosti yfir sig síðasta vor.

www.kristinn.eu


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband