Vitleysa er þetta !!!

Hér er Árni Þór að gefa sér að sú skilgreining sem við hér á á Íslandi og þá líklega nóbelsnefndin sé sú eina rétta og eigi að gilda fyrir allar þjóðir. Sú skoðun minnir mig óneytanlega á suma öfgatrúarflokka sem telja að allir eigi að trúa því sem þeir boða. Okkar skilgreining á mannréttindum miðast út frá einstaklingum, sem er í anda þess hvernig við lítum á samfélög - við horfum á einstaklinginn og þaðan á það samfélag sem hann tekur þátt í. Þessu er bara öðruvísi háttað í mörgum öðrum löndum, þar á meðal Kína. Kínversk menning hefur þróast í þá átt að samfélagið er heild sem á einstaklinga sem þjóna síðan heildinni. Þessi sýn á sér djúpar rætur og sést tildæmis á því hvernig þeir koma frá sér heimilisfangi. Öfugt við okkar venjur kemur landið fyrst, síðan hérað, bær og svo að lokum heimilisfang einstaklingsins.

Þetta leiðir af sér að þegar litið er til mannréttinda er litið fyrst á mannréttindi heildarinnar sem eina heild, langt á undan mannréttindum einstaklingsins. Þessi sýn er ekkert rangari eða réttari en okkar - hún er bara á annan hátt. Það má líkja kínverskri mannauðsstjórnun við það hvernig líkaminn okkar stjórnar þeim örverum sem þar láta kerfið ganga - ef það kemur upp einhver sjálfstæðisbarátta hjá einhverri bakteríu sem ógnar líkamanum gerum við bara eins og Kínverjar og losum okkur við vandamálið - hvort að það sé með einangrun eða byssuskoti í höfuðið er ekki aðalatriðið fyrir heildina.

Það er ótrúleg þröngsýni sem er svo sem einkennandi fyrir svo marga að halda því fram að einn stjórnarháttur sé sá eini rétti og eigi að ganga yfir allt mannkynið. Vissulega er það sorglegt að Liu Xiaobo sé lokaður inni eða jafnvel skotinn, en bara út frá okkar gildum sem eiga bara ekki við í Kína. Veit ekki hvernig Árni myndi svara Kínverskum yfirvöldum er þau myndu krefjast þess að fallið yrði frá því að ákæra Geir Haarde fyrir landsdóm, en mér þætti fróðlegt að sjá viðbrögðin.

 


mbl.is Ísland krefjist þess að Liu verði látinn laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með þessum hætti geturðu rökstutt öll stjórnarför, allar helfarir, öll þjóðarmorð og í rauninni alla valdkúgun, allt vald.

En ég er ósammála, heildin á aldrei rétt á því að kúga einstaklinginn til að taka þátt í heildinni. Gott og vel ef að heildin kýs að láta stjórna sér með fasisma (sem ég er ósammála; en er efni í aðrar umræður) en kjósi einstaklingur að lifa utan hans þá á það að vera hans frelsi að lifa utan hennar.

Rökin þín ganga heldur ekki upp þar sem það eru dæmi sem mæla gegn henni. T.d. eru samfélög innan kínversks stjórnarumræðis (heildir) sem ekki kjósa kínverskt stjórnarfar. Til dæmis í Tíbet eða Uyghurar í Xinjiang, eru hópar (heildir) sem hafa sína skilgreiningu á mannréttindum, valdi og frelsi sem er gjörólík han-kínverskri skilgreiningu. Einnig má benda á heildir innan Han-kínverja sem lifa ekki eftir hinni opinberu skilgreiningu. T.d. aðgerðarhópar eins og falun-gong, póltískir hópar eins og tolstoyistar eða marxistar, trúarhópar eins og kristnir eða theravada búddistar o.s.frv.

Svo ganga rökin þín ekki upp í raunverulegri mynd þar sem að ein heild getur ekki verið fullkomlega aðskilin annari án þess að hafa í það minnsta einhver áhrif á hvor á aðra nema að heildin sé ein. Þú þarft bara að skoða vistkerfi jarðarinnar innan mengjafræðinnar til að átta þig á því að ekki einu sinni fellibylir og fiðrildi hafa ekki áhrif á hvort annað. Hvernig geta þá tveir einstaklingar af sömu dýrategund verið stök í tveim mismunandi mengjum sem tengjast ekkert og hafa engin áhrif á hvort annað?

Þannig að vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að vestræn mannréttindi skuli yfir allan heiminn ganga, en það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að kínversk mannréttindi skuli yfir allt kínverskt landsvæði ganga

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:07

2 identicon

Ég held samt að það sé nokkuð ljóst að stjórnarhættir sem byggjast á því að fangelsa alla sem gagnrýna stjórnina séu rangir. Til dæmis væri hægt að fangelsa þig fyrir margar af þínum greinum hérna ef þú værir í Kína. Ég held að það sé svolítið vanhugsað hjá þér að segja að okkar skilgreining á mannréttindum sé ekkert betri en kínverskra stjórnvalda. Sumar skilgreiningar á mannréttindum eru klárlega rangar og þá á berjast fyrir breytingum sama hver á í hlut.

Brandur (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:27

3 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Það var enginn í Kína að banna Liu Xiaobo að hafa sínar skoðanir á líðræði - það er ekki fyrr en hann fer að tjá sig um þessar skoðanir sýnar að hann er talin ógna heildinni settur í steininn. Það er varla hægt að líkja ástandinu í Tíbet við aðstæður ein einstaklings - Þar var um að ræða hernám eins lands á öðru, sem ég er alltaf ósammála. Við notum sömu stjórnarhætti í okkar hluta heimsins, þó að við sjáum það ekki alltaf. Það er tildæmis ekki talið neitt rangt við það að reka starfsmann úr fyrirtæki ef yfirmaður telur að hann ógni heildinni (fyrirtækinu) með orðum eða gjörðum. Hver hefur ekki heyrt það að það sé betra að reka nokkra starfsmenn en að allt fyrirtækið fari á hausinn. Ég veit ekki hvar kínversk mannréttindi ættu að gilda ef ekki á kínversku landsvæði.

Brandur, ég veit vel að ég yrði settur inn fyrir mín skrif ef ég væri í Kína, en ég er ekki í Kína en ef ég væri í kína, uppalin í þeirri menningu hef ég ekki hugmynd um hvað ég myndi skrifa - sennilega ekki neitt og bara taka þátt í heildinni. Hins vegar ef ég væri í Kína og uppalinn hér á Íslandi með þá þröngsýni sem er svo algegn - myndi ég skrifa nákvæmlega eins og glaður fara í steininn fyrir...

Kristinn Þór Sigurjónsson, 11.10.2010 kl. 13:57

4 identicon

Nákvæmlega þetta sem þú sagðir, þú veist ekki hvar kínversk mannréttindi ættu að gilda ef ekki í kína. Svarið er hvergi. Því heimurinn er byggður af einstaklingum sem mynda heildir. Hver einstaklingur getur tilheyrt mörgum heildum {þjóðerni; málsvæði; fyrirtæki; menntastétt}, meira að segja sumar heildir skarast (mandarín talandi í kína og víetnam; mismunandi ríkisfang, sama málsvæði). En það er ekki heildin sem ákvarðar hvaða heildum þú tilheyrir né hvaða heild hefur vald yfir þér sem þegn. Það er yfirvaldið sem ákvarðar það, og það ákvarðar líka hvaða rétt þú hefur sem þegn. Meirihluti heildarinn getur meira að segja risið upp gegn þessu yfirvaldi (og þetta á líka við um fyrirtæki) en hefðir heildarinnar haldast samt út af mótspyrnu frá yfirvöldum. Þessi mótspyrna er einmitt sú meðferð sem Liu Xiaobo fær og farandsverkamenn sem voru reknir heim frá kárahnjúkum þegar þeir voru að mótmæla slæmri meðferð.

Þannig að þessi heild sem fólk er sagt tilheyra er í raun bara hentugheit hvert sinn. Það er alltaf hægt að skilgreina einhverja heild og segja að einstaklingur innan hennar sé að skemma fyrir heildinni. Slíkt hegðunarmynstur heitir á vestrænni tungu fasismi.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband