Tími til kominn

Loksins vinnur lögreglan vinnuna sína.

Ég get vel skilið kröfur atvinnubílstjóra að það eigi að endurskoða eða fella úr gildi hvíldartímaákvæðið og mögulega að setja upp einhverja aðstöðu á þjóðvegum fyrir þessa og almenna bílaumferð. Hér í Danmörku eru hvíldarstæði með reglulegu millibili og er mjög gott að geta stigið útúr bílnum án þess að lenda í lífshættu á langri leið.

Hins vegar á svona beiting á lögum heima í dómsölum, jafnvel þingsölum.

Hitt er annað með bensín og olíuverð. Allger skammsýni að ætla að fara að lækka þær álögur. Frekar ætti að hækka þessar álögur í skrefum næstu 10 árin og niðurgreiða umhverfisvæna bíla og rútugjöld. Væri einnig hægt að hugsa sér að nýta aukaálögur til að byggja upp rafmagns eða vetnis lestarkerfi. Möguleikarnir eru endalausir, en eitt er víst að olía er ekki óþrjótandi í heiminum og verð á henni á bara eftir að aukast.

Við þurfum að nýta okkar tækifæri til þess að vera ekki gjörsamlega háð OPEC eftir 50 ár þegar talið er að olían fer að verða að skornum skammti í heiminum. Væri ekki nær að far að undirbúa sig fyrir það og venja okkur á að spara við erlendri orku þegar nóg er af henni heima.

Atvinnubílstjórar eru ekki að keyra fyrir sjálfan sig, nema núna í mótmælum. Allt sem þeir keyra greiðir viðskiptavinurinn. Eigum við að fara að vorkenna þeim sem gera slæma samninga við verkkaupa. Spurning hvor þeir eigi ekki að rukka olíugjald eins og skipafélögin gera.

Sjálfur keyri ég um á mjög eyðslufrekum bíl, og ætti að fara að endurskoða það val mitt, en ég ætla ekki að fara að stöðva umferð til þess að fara að væla yfir þessu vali mínu.

Hættið þessu væli, ég vorkenni landsmönnum ekki fyrir hátt orkuverð á meðan bílum fjölgar meira en íbúum landsins og 2-3 bílar eru við hvert heimili, þar af einn 6 lítra amerískur. Kíkið á strætó, það er eina leiðin til að hið opinbera sjái sér hag í að efla það kerfi.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins eitthvað af viti um bílstjórafárið!

Glói (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Finnst engum skrýtið þegar álögur ríkisins á eldsneyti eru einna lægstar í evrópu hér á íslandi, er samt verðið einna hæst?´Eru ekki mómælin gegn röngum aðila, eru það ekki olíufélögin sem  gætu lækkað sína álagningu, gæti sem best trúað að þeir leggji áhveðna % tölu ofan á innkaupsverð þannig að, hærra innkaupsverð, vaxandi gróði. Kanski væri athugandi að skoða frekar þann kost að álagning olíufélagana verði föst krónutala eins og hjá ríkinu.

Anton Þór Harðarson, 3.4.2008 kl. 13:32

3 identicon

Þú ert velkominn í Perlukafarann að Holtasmára 1 til að skoða rafmagnsbíl. Langbesta leiðin til að mótmæla háu bensínverði er að hætta að nota bensín!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Takk fyrir þetta Bragi, þetta eru einmitt bílarnir sem ætti að niðurgreiða stórkostlega með aukaálögum á olíuna.

Kristinn Þór Sigurjónsson, 3.4.2008 kl. 16:49

5 Smámynd: Jóhann

Það er vel skiljanlegt að fólk þurfi fleiri en einn bíl á heimili við aðstæður eins og eru á höfuðborgarsvæðinu en þeir bílar ættu að geta verið rafmagnsbíll í 99% tilfella.

Spurning hvort ekki væri hægt að breyta fleiri bílum á sama hátt og þessum: http://www.youtube.com/watch?v=pSZrpTb2_4I&eurl=http://video.aol.com/video-detail/2007-toyota-yaris-electric-car-conversion/1516816044.

Jóhann, 3.4.2008 kl. 23:00

6 identicon

Obbossí - fattaði ekki að þú býrð í Danmörku.  Þá er væntanlega ódýrara fyrir þig að prufukeyra einhvers staðar annars staðar en hjá okkur (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

HAlló þú þarna .....það búa ekki allir í borg þar sem eru strætóar.....hækka eldsneyti er ekki í lagi hjá þér.....vertu þá bara úti

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 12:43

8 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér í þessum efnum Kristinn!

Jón, fólk verður að gera sér grein fyrir að það eru ekki lögbundin, stjórnarskrárvarin réttindi að mótmæla.  Það er tjáningar- og prentfrelsi hér og öllum er frjálst að koma skoðunum sínum áleiðis, en það hefur enginn leyfi til að brjóta lögin.  

Reyndar er fásinna að halda því fram, því hægt væri að réttlæta ýmislegt varhugavert með slíkum lögum, t.d. skemmdarverk, innbrot og líkamsárásir svo eitthvað sé nefnt. 

Til þess að vekja athygli á málstað sínum velja sumir að fara þá leið að klifra upp í krana og stöðva umferð, en það verður engu að síður að vera tilbúið til að taka afleiðingunum fyrir slíkt athæfi.

Verstu mótmælaaðgerðirnar eru hins vegar þær þar sem einhver hópur reynir af öllum mætti að ná athygli lögreglunnar til þess eins að geta hrópað "lögregluofbeldi" þegar hún neyðist til að vinna vinnuna sína og uppfylla skyldu sína við samfélagið, í þeirri von um að uppskera einhver "samúðaratkvæði".  

Sem betur fer sjá flestir í gegnum þetta, en maður hefur lesið blogg og talað við fólk sem tekur undir þetta og leyfir sér meira að segja að halda því fram að kalla þetta "ólöglegar aðgerðir gegn löglegum mótmælum"!

Vörubílstjórarnir eru ekki að gera þetta, þó þeir leyfi sér að svara lögreglunni fullum hálsi hvað varðar akstur neyðarbifreiða (það væri áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þeir fengu í kjölfar þess að slökkviliðið tefðist vegna mótmælanna...) EN þeir verða að gera sér grein fyrir að þeir eru ekki réttu megin við lögin og að þeir verði að taka afleiðingunum fyrir það. 

Sveinn (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband