Taka stjórn á samningaviðræðum

Eitt af því sem ég skil ekki í þessum heimi, sem er annars nokkuð margt, er af hverju íslenska samninganefndin í þessu dásamlega Icesave máli er stödd í Bretlandi og bíður þess að vera kölluð að borðinu. Kannski er það málið að ég þekki ekki allar hliðar málsins, og er því með óþarfa raus hér.

Mér finnst einhvern veginn vera kjörið tækifæri núna til þess að taka stjórn á samningaviðræðum að nefndin komi heim og bjóði Bretum og Hollendingum að kíkja við ef þeir vilji ræða málin eitthvað meira. Þá erum við ekki að senda þau skilaboð að við séum ekki örvingluð af ótta um að ná ekki samningum.

Hvar eru gömlu góðu þrjóskupúkarnir sem voru í okkar liði þegar þorskastríðið var háð? Var það ekki það sem kom okkur í góða samningsstöðu á þeim tíma, fyrir utan USA. Ég leyfi mér þó að efast um að USA aðstoð sé það sem þurfi núna. Held að við Íslendingar séum nægjanlega samanrekin lítil þrjósk þjóð til að standa af okkur hvaða storm sem er. Tíminn vinnur með okkur í þessu máli.

www.kristinn.eu

 


mbl.is Fundur fyrir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þer Kristinn

Ingolf (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband