Gott að vera atvinnurekandi með þing á bak við sig

Alltaf skulu yfirvöld vera á þeim skónum að skipta sér af öllu með lagasetningum. Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera í lagi að launþegar geti ekki farið fram á launahækkanir þegar allt verðlag hefur hækkað um það sem raun ber vitni. Vissulega eru flugumferðastjórar með ágæt laun, en verðlag hefur líka hækkað hjá þeim. Enda má það vera víst hverjum sem er að launakröfur næstu ára verða í samhengi við hækkandi verðlag hjá öllum stéttum. Ég neita að hlusta á þau rök að ríkið hafi ekki efni á því að greiða hærri laun. Það er nú þannig að með því að halda launum niðri, eins og virðist eiga að vera stefnan, er verið að láta almenning borga fyrir að rétta af stöðu þjóðarskútunnar á sama hátt og alltaf hefur verið gert hér á landi.

Það er ljóst að laun hér á landi munu hækka á næstu misserum, það er bara spurning hvort ríkisstjórnin muni beita þinginu til að stoppa af þá þróun eða bara hægja á henni eins og hún gerir nú.


mbl.is Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband