og borgaði 168 krónur fyrir hvern lítir. Það er verðið hér í DK, samt er enginn að væla neitt svakalega yfir því. Menn fara bara minna á bílnum og meira á hjólum eða gangandi. Og ekki koma með komment um að hér sé bara sléttlendi, ég bý á Jótlandi og hér eru hólar og hæðir þó að ekki séu fjöll. Og jú það er betra veður hér og oftar hægt að hjóla án hlífðarfatnaðar, en það þíðir ekki að það sé ekki hægt að fara í regngalla og húfu á Íslandi.
Ég til dæmis reyni að hjóla alltaf í skólann. Þá fer ég oftast í gegnum lítinn skóg, vegna þess að þar er minna um brekkur. Þetta er um 5 km leið og eftir á að hyggja þá kem ég mun þreyttari í skólann þegar ég fer á bílnum. Hjólatúrinn gefur mér tækifæri til þess að hreinsa hugann og undirbúa daginn í huganum.
Dýralífið er pínu að bögga mig, ég gleypi 10.000 flugur á sólríkum sumardegi og keyri yfir 100 snigla. Skemmtilega hliðin á dýralífinu er að í síðustu viku var ég að hjóla í skólann, og 2 -3 metrum fyrir framan mig hljóp Bambi yfir stíginn ásamt kærustunni sinni, og þau voru bæði brosandi.
Skeljungur hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég gleymdi að minnast á mikilvægan punkt. Hér er það þannig að á vissum tímum yfir daginn lækkar bensínverð, þannig að oft á kvöldin og nóttinni er allt að 1,5 Dkk afsláttur. Vissulega reynir maður að kaupa bensín á þeim tíma, en fullt verð er engu að síður 10,91 dkk.
Þau skipti sem ég hef farið til Þýskalands, hefur verðið verið eitthvað lægra, en ekki það mikið að ég muni það.
Kristinn Þór Sigurjónsson, 29.4.2008 kl. 07:54
Jamm herna hinumegin vid sundid eru menn (og liklega konur lika) ad borga minnst 13 SEK fyrir litran. Klikkad! Haerra verd er ad finna og nota bene, thetta er allt i sjalfsafgreislu.
Jamm nuna er pollenofnaemistiminn og ÖLL skordyrin eru ad leita ser ad husnaedi. Svo allt er a ferd og flugi nuna. Sammala ther Kristinn, madur verdur saddur bara af thvi ad fara i stuttan göngutur. Kvedja fra Svithjod!
Baldur Gautur Baldursson, 29.4.2008 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.