Ég verð nú að segja samt loksins er er farið að kíkja á heildarmyndina. Finnst samt að Rafmagnsbílar og önnur ökutæki sem nýta innlenda orku eigi að vera að einhverju leiti niðurgreidd. Hvort sem það yrði niðurgreiðsla á rafmagninu, eða í innkaupum. Stórir orkufrekir bílar eiga hins vegar að vera þannig í innkaupum að maður hugsi ekki um það nema það sé allger nauðsyn að vera á slíku tæki. Hef ekki séð mikilvægi þess að vera á stórum Dodge RAM til að koma einni persónu í vinnu í næsta húsi.
Nú kunna einhverjir að hrópa "Neyslustýring, Fasistar og kommúnistar", en kannski þarf nú stundum að hafa vit fyrir okkur. Sjáið bara hvernig landinn varð gjörsamlega stjórnlaus með smá frelsi og mikið lánstraust þegar bankarnir opnuðu sínar flóðgáttir. Kannski hefði verið gott ef ríkisstjórnin hefði haft pínu vit fyrir okkur og sett einhver mörk eða reglur um þessa útlánastarfsemi.
Annars er ég mjög mikið á móti allri stýringu af yfirvaldi, en stundum er ágætt þegar konan segir mér hvað ég má og hvað ég má ekki. (Alls ekki nefna það við hana samt)
Vistvæn hvatning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annsi er ég nú hræddur um að þessum rafmagnstíkum gangi illa ferðalagið um Fagradal að vetri, eða þá yfir Hálfdán. Þessar blessaðar 101 kerlingar ættu nú aðeins að hugsa útfyrir 101 saltgöturnar.
Það eru náttúrulega all nokkrir sem þurfa stóran Dodge Ram til að komast örugglega til vinnu. Eða bara að komast í búðir.
En það er náttúrulega um að gera að láta fólkið fyrir austan og vestan borga, það er vant því. Ekki fer það um sína fjallvegi á smátíkum.
Bjössi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 00:41
Það er stöðug og ör þróunn á rafbílum, sjá http://alternativefuels.about.com/od/electricvehicles/tp/2008-Electric-Vehicles.htm
En það er enginn að tala um að allir séu á rafmagnsbílum, stórir hybrid bílar kæmu til með að verða ódýrari en í dag ef tillagan er samþykkt.
Kristinn Þór Sigurjónsson, 3.6.2008 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.