Eru Íslendigar að kjósa fyrir síðustu fjögur ár, eða næstu fjögur??

Mín sannfæring er sú að stefna Sjálfstæðisflokksins sé næst því sem ég tel rétt og í öllu eðlilegu árferði myndi ég kjósa XD. Svo kemur greiðsluseðill inn um lúguna af láni sem ÉG tók og samþykkti skilmála og vill endilega finna góðann sökudólg til að refsa. Jú flestir benda á Sjálfstæðisflokkinn og garga " 18 ár við stjórn og hér erum við !!!" Það er voðalega þægilegt að geta bent á einhvern annan. Nú er ég ekki að segja að stjórnmálaflokkarnir eigi ekki einhverja sök, það eiga allir sök líka þeir sem í aðgerðaleysi sínu börðust ekki af meiri hörku fyrir sinni sannfæringu þegar þeir segja að eitthvað hafi verið rotið í kerfinu. Allir eiga sök, þó mismikla yfir því hvar við erum í dag.

Mér er farið að finnast sem kjósendur séu að nota atkvæði sitt til þess að refsa ráðamönnum í stjórnkerfinu fyrir það að þeir hafi klúðrað málunum undanfarin ár eða áratugi. Ég geri ráð fyrir því að margir séu að "gefa Sjálfstæðisflokknum hvíld" ekki vegna þess að þeir séu á móti þeirra stefnu, nei til þess að "refsa þeim, láta þá finna fyrir því". Sumir skila auðu til þess að tjá sín mótmæli, aðrir kjósa flokk sem bíður uppá aðra stefnu en er samkvæmt sannfæringunni.

Ég er búinn að hugsa um spllinguna, og mögulegar mútur til þingflokka og manna. Ég tel að það skipti ekki máli úr hvaða flokki það er allstaðar þar sem völd koma inn verður til einhver spilling, við erum ennþá mennsk líka þegar við förum á þing. En nú eru komin ágæt lög um þessa styrki og við þurfum því mögulega að hafa minniáhyggjur af því. En þó að við hefðum einhverjar áhyggjur þá á það ekki að hafa áhrif á atkvæðið, því sama spilling er í boði í öllum flokkum. Ekki nema þá með því að skila auðu, það er líka val.

Ég hef velt þessu miið fyrir mér og geri ráð fyrir því að mitt atkvæði fari eftir því hvernig ég vakna á Laugardaginn.

  • X-VG - ef ég vill Hefna mín á Sjálstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsókn sem hafa verið við völd og orðið til þess að ég get ekki keypt mér flatskjá og Jeppa í dag. Láta þá finna fyrir því. auk þess að vera allveg sama um stefnumál og hvort ég telji þau rétt eða ekki.
  • Skila auðu - ef ég vill Hefna mín á Sjálstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsókn sem hafa verið við völd og orðið til þess að ég get ekki keypt mér flatskjá og Jeppa í dag. Láta þá finna fyrir því. En er ekki tilbúinn að fórna minni sannfæringu
  • X-D - Ef ég sætti mig við orðin hlut og vill vinna að bestu mögulegu leið út úr kreppunni og fylgja minni pólitísku sannfæringu. Það hefur aldrei virkað vel að Hefna sín eða refsa, sérstaklega þegar það bitnar á manni sjálfum

Ég vona að ég vakni uppá Laugardaginn á góðum degi og horfi fram á vegin í stað þess að horfa með hefndarhug aftur fyrir mig.

En umfram ALLT á að fara að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu - autt atkvæði er líka tjáning á skoðun.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einstaklega god faersla hja ther ...

Eg lika hlakka til ad sa dagur rennur upp thegar Islendingar haetta ad vera svona "Self-Centered" og halda ad allur heimurinn snuist um tha og hreint otruleg stadreynd folk sjai thessa alheimskreppu sem ad ridur yfir allan heiminn og Island thar a medal med hormungum, se sjalfstaedisflokknum ad kenna.

Thad er alltaf einfalt ad ad vera vitur eftira eins og allir sem blogga i dag virdast vera.

Arnar Helgi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:17

2 identicon


ég segi vg vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega rjúkandi rúst eftir undanfarið rugl og já þeir þurfa hvíld og gult kort.

Einnig langar mig ekki til að gefa alcoa ísland eins og D hefur í vændum komist þeir til valda aftur. Eins vil ég fá fram breytingar í kvótakerfinu sem D hefur byggt upp og stutt af feikna afli undanfarna áratugi og hefur leitt til tortímingar landsbyggðarinnar og fært auð landsmanna allra á örfáar hendur.

Ég er umhverfisvænn miðjumaður sem hallast meira og meira til vinstri eftir því sem árunum fer fjölgandi.

reynir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:17

3 identicon

Þetta er eins og að spyrja fólk hvort það hefði ekki átt að kjósa Nazistaflokkinn eftir stríð - þar sem það væri að kjósa til framtíðar og "sætta sig við þá sem á undan var gengið". Óþarfi að "hefna" sín á flokknum.

Babbitt (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:31

4 identicon

Ekki skila auðu

AUTT=DAUTT

kjósa XO

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Mér finnst full gróft að nefna NAZISTA í samanburð við Sjálfstæðisflokkinn. En ef menn vilja hafa samanburð þá var framtíðarstefna NAZISTA ekki til framdráttar fyrir þjóðfélagið fyrir utan það að þeir voru ekki í framboði strax eftir stríð.

Ég virði að öðru leyti allar skoðanir og segi að ALLIR eigi að kjósa samkvæmt sinni framtíðarsannfæringu, hvort sem sú sannfæring er VG, O eða annað framboð. Autt atkvæði er líka að segja sína skoðun, þó hún hafi ekki áhrif á sætasetu á Austurvelli. En eftir því sem ég skoða betur minn hug, hugnast mér ekki að kjósa til þess að hefna mín eða refsa.

XD

Kristinn Þór Sigurjónsson, 22.4.2009 kl. 21:59

6 identicon

ehm en hvernig væri að læra af reynslunni og kjósa eitthvað annað en D þar sem það var ekki að virka... hefur ekkert með hatur að gera... ef þú stendur þig ekki í vinnunni þá er bara einfaldlega annar ráðinn í starfið... en fyrir mörgum virðist þetta ekki snúast um málefni eða hæfni heldur bara með hverjum þeir halda sama hvað... og hver getur kosið flokk sem fer á svona lágt og ómálefnalegt plan eins og D hefur gert í þessari kosningabaráttu... engar lausnir bara endalaust gaspur um að allir aðrir séu vanhæf fífl nema þeir sjálfir... Ég skammast mín fyrir að hafa kosið þennan flokk...

Elín Arnar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:28

7 identicon

Já einmitt, og hinir flokkarnir hafa ekki verið að drulla yfir X-D með ómálefnalegum hætti. Give me a fucking break... Árni Páll einhver ??

Allir flokkar keppast við að lofa að fara ekki í stjórn með X-D. Aðalmarkmið VG er að X-D komist ekki til valda, það er góð stefnuskrá. Og af hverju er þá betra að fara í stjórn með Samfó? Flokkurinn sem var með bankamálin á sínum snærum og steinsvaf á verðinum í aðdraganda hrunsins.

Það er bull og rugl í gangi hjá ÖLLUM flokkum

Röfl (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband