Fyrir 12 árum síðan voru lög um húsaleigubætur samþykkt á alþingi með 58 atkvæðum. Frumvarp til þessara lagasetningar var sett fram, vonandi í þeirri trú að þessi lög myndu jafna aðgengi fjölskyldna að hentugu húsnæði. En markmið laganna samkvæmt 1. gr. er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Tilgangur þessara laga var því nokkuð göfugur, en mögulega eitthvað vanhugsaður.
Ef litið er til þróunar húsaleigu á almennum markaði frá gildistöku laganna verður það skýrt hverjum sem það vill sjá að þessar bætur renna ekki til tekjulágra fjölskyldna. Þess í stað færst hluti af skatttekjum hins opinbera í vasa þeirra efnameiri. Leiguverð á almennum markaði hefur hækkað hlutfallslega meira á umræddum tíma en þær vísitölur sem helst er hægt að miða við. Á þessum tíma hefur Byggingavísitala hækkað um 121%, Vísitala neysluverðs til verðtryggingar hefur hækkað um 96% og fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað um 207%. Við gildistöku lagana var meðal leiga á 3 herbergja íbúð í Reykjavík um 33.000 og ef hún myndi fylgja ofangreindum vísitölum ætti sambærileg leiga í dag að vera á bilinu 65 - 100.000 kr. Samkvæmt lauslegri könnun þá telst meðalleiga á 3 herberja íbúð í dag vera um 120.000 kr. sem er 20 - 55.000 (20 - 85%) krónum umfram rökstudda hækkun. En af hverju hefur húsaleiga hækkað svona umfram það sem eðlileg getur talist. Einn þáttur sem undirritaður telur að eigi þátt í þessari þróun er sú staðreynd að á sama tíma hefur innkoma leigutaka hækkað sem nemur húsaleigubótum. Húsaleigubæturnar fara með öðrum orðum beina leið til leigusalans. Þannig er í raun ekki verið að aðstoða leigutakana og enn síður verið að jafna aðstöðumun. Í raun var búið til kerfi sem hækkar greiðslugetu eftirspurnarhluta leigumarkaðsins til hagsbóta fyrir framboðshlutann. Þannig hefur lagafrumvarp sem var sett fram í þeim tilgangi að jafna hlut tekjulágra hækkað leigu á almennum markaði. Eftir sitja þeir sem eru á leigumarkaði og fá ekki fullar húsaleigubætur og þurfa því í raun að greiða hærri leigu en eðlilegt getur talist.
Ég ætla ekki að fara djúpt í það hvað eðlilegt leiguverð ætti að vera því ég tel best að framboð og eftirspurn ráði þar mestu óafskipt af hinu opinbera. Til viðmiðunar er ágætt að hugsa sér hver eðlileg ávöxtunarkrafa á fjárfestingu í fasteign sé. Ef litið er til langs tíma (20 30 ár) hækkar fasteign að jafnaði um 1 2 % umfram verðlag. Ef miðað er við 5% ávöxtunarkröfu á 20 milljóna fjárfestingu í 3 herberja íbúð í Reykjavík væri húsaleigan 80 100 þúsund að meðtöldum u.þ.b. 14.000 kr. í fjármagnstekjuskatt, sem er efni í aðra grein. Það lætur nærri að seigja að meðalleiga á almennum markaði sé í dag þessi upphæð að viðbættum húsaleigubótunum.
Sama hefur gerst þar sem hið opinbera er að blanda sér með styrkjum í það sem ætti að vera unnið á markaðslögmálum og ber þar helst að nefna vaxtabætur sem ganga beint inn í greiðslumat og leiða þar með til hærra fasteignaverðs.Bloggar | 22.12.2009 | 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 25.11.2009 | 19:15 (breytt kl. 19:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mín sannfæring er sú að stefna Sjálfstæðisflokksins sé næst því sem ég tel rétt og í öllu eðlilegu árferði myndi ég kjósa XD. Svo kemur greiðsluseðill inn um lúguna af láni sem ÉG tók og samþykkti skilmála og vill endilega finna góðann sökudólg til að refsa. Jú flestir benda á Sjálfstæðisflokkinn og garga " 18 ár við stjórn og hér erum við !!!" Það er voðalega þægilegt að geta bent á einhvern annan. Nú er ég ekki að segja að stjórnmálaflokkarnir eigi ekki einhverja sök, það eiga allir sök líka þeir sem í aðgerðaleysi sínu börðust ekki af meiri hörku fyrir sinni sannfæringu þegar þeir segja að eitthvað hafi verið rotið í kerfinu. Allir eiga sök, þó mismikla yfir því hvar við erum í dag.
Mér er farið að finnast sem kjósendur séu að nota atkvæði sitt til þess að refsa ráðamönnum í stjórnkerfinu fyrir það að þeir hafi klúðrað málunum undanfarin ár eða áratugi. Ég geri ráð fyrir því að margir séu að "gefa Sjálfstæðisflokknum hvíld" ekki vegna þess að þeir séu á móti þeirra stefnu, nei til þess að "refsa þeim, láta þá finna fyrir því". Sumir skila auðu til þess að tjá sín mótmæli, aðrir kjósa flokk sem bíður uppá aðra stefnu en er samkvæmt sannfæringunni.
Ég er búinn að hugsa um spllinguna, og mögulegar mútur til þingflokka og manna. Ég tel að það skipti ekki máli úr hvaða flokki það er allstaðar þar sem völd koma inn verður til einhver spilling, við erum ennþá mennsk líka þegar við förum á þing. En nú eru komin ágæt lög um þessa styrki og við þurfum því mögulega að hafa minniáhyggjur af því. En þó að við hefðum einhverjar áhyggjur þá á það ekki að hafa áhrif á atkvæðið, því sama spilling er í boði í öllum flokkum. Ekki nema þá með því að skila auðu, það er líka val.
Ég hef velt þessu miið fyrir mér og geri ráð fyrir því að mitt atkvæði fari eftir því hvernig ég vakna á Laugardaginn.
- X-VG - ef ég vill Hefna mín á Sjálstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsókn sem hafa verið við völd og orðið til þess að ég get ekki keypt mér flatskjá og Jeppa í dag. Láta þá finna fyrir því. auk þess að vera allveg sama um stefnumál og hvort ég telji þau rétt eða ekki.
- Skila auðu - ef ég vill Hefna mín á Sjálstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsókn sem hafa verið við völd og orðið til þess að ég get ekki keypt mér flatskjá og Jeppa í dag. Láta þá finna fyrir því. En er ekki tilbúinn að fórna minni sannfæringu
- X-D - Ef ég sætti mig við orðin hlut og vill vinna að bestu mögulegu leið út úr kreppunni og fylgja minni pólitísku sannfæringu. Það hefur aldrei virkað vel að Hefna sín eða refsa, sérstaklega þegar það bitnar á manni sjálfum
Ég vona að ég vakni uppá Laugardaginn á góðum degi og horfi fram á vegin í stað þess að horfa með hefndarhug aftur fyrir mig.
En umfram ALLT á að fara að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu - autt atkvæði er líka tjáning á skoðun.
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.4.2009 | 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mig langar að benda á að fasteignaverð fer upp og niður, nú er það á leið niður en að öllum líkindum fer það upp á ný. VG vilja semsagt láta þá sem eiga fasteign fá 4.000.000 í hendurnar og skilja hina sem ekki hafa séð hag í því að kaupa fasteign með reikninginn. Það má gera ráð fyrir því að eftir einhver ár verði eiginfjárhlutfall í fasteignum aftur komið í svipað horf og fyrir fall, á þá að senda reikning á fasteignaeigendur uppá 4.000.000 eða eiga þeir að fara að kaupa sér annan jeppa??
Ég vill benda á að frá 1994 - 1996 lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um ca 10 % að raunvirði, það hefði líklegast heyrst í einhverjum VG ef þáverandi stjórn hefði gefið fasteignaeigendum helminginn af þeirri lækkun. Hvað þá þegar fasteignaverð var svo búið að hækka um 30% þegar var komið að árinu 2000.
Það þíðir ekkert að vera með einhverjar ruglskammtímalausnir, það sem þarf að gera að mínu mati er að hjálpa fólki að ráða við afborganir á meðan stormurinn er að ganga yfir. Það má hugsa sér að lánastofnanir geri mat á greiðslugetu einstaklinga og síðan sé gerður samningur um að greiðsla umfram greiðslugetu bætist við höfuðstólinn. Vitaskuld eru margir sem eru "tæknilega gjaldþrota" núna og ég tala nú ekki um ef höfuðstóllinn hækkar enn. En ef fólk nær að halda heimilum yfir storminn þá er sigur unninn. Eignamyndun í fasteigninni kemur síðan þegar verðhækkanir á fasteignum fara í gang á nýjan leik og verðbólga verður eðlileg.
Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.3.2009 | 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég verð nú að segja samt loksins er er farið að kíkja á heildarmyndina. Finnst samt að Rafmagnsbílar og önnur ökutæki sem nýta innlenda orku eigi að vera að einhverju leiti niðurgreidd. Hvort sem það yrði niðurgreiðsla á rafmagninu, eða í innkaupum. Stórir orkufrekir bílar eiga hins vegar að vera þannig í innkaupum að maður hugsi ekki um það nema það sé allger nauðsyn að vera á slíku tæki. Hef ekki séð mikilvægi þess að vera á stórum Dodge RAM til að koma einni persónu í vinnu í næsta húsi.
Nú kunna einhverjir að hrópa "Neyslustýring, Fasistar og kommúnistar", en kannski þarf nú stundum að hafa vit fyrir okkur. Sjáið bara hvernig landinn varð gjörsamlega stjórnlaus með smá frelsi og mikið lánstraust þegar bankarnir opnuðu sínar flóðgáttir. Kannski hefði verið gott ef ríkisstjórnin hefði haft pínu vit fyrir okkur og sett einhver mörk eða reglur um þessa útlánastarfsemi.
Annars er ég mjög mikið á móti allri stýringu af yfirvaldi, en stundum er ágætt þegar konan segir mér hvað ég má og hvað ég má ekki. (Alls ekki nefna það við hana samt)
Vistvæn hvatning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2008 | 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
og borgaði 168 krónur fyrir hvern lítir. Það er verðið hér í DK, samt er enginn að væla neitt svakalega yfir því. Menn fara bara minna á bílnum og meira á hjólum eða gangandi. Og ekki koma með komment um að hér sé bara sléttlendi, ég bý á Jótlandi og hér eru hólar og hæðir þó að ekki séu fjöll. Og jú það er betra veður hér og oftar hægt að hjóla án hlífðarfatnaðar, en það þíðir ekki að það sé ekki hægt að fara í regngalla og húfu á Íslandi.
Ég til dæmis reyni að hjóla alltaf í skólann. Þá fer ég oftast í gegnum lítinn skóg, vegna þess að þar er minna um brekkur. Þetta er um 5 km leið og eftir á að hyggja þá kem ég mun þreyttari í skólann þegar ég fer á bílnum. Hjólatúrinn gefur mér tækifæri til þess að hreinsa hugann og undirbúa daginn í huganum.
Dýralífið er pínu að bögga mig, ég gleypi 10.000 flugur á sólríkum sumardegi og keyri yfir 100 snigla. Skemmtilega hliðin á dýralífinu er að í síðustu viku var ég að hjóla í skólann, og 2 -3 metrum fyrir framan mig hljóp Bambi yfir stíginn ásamt kærustunni sinni, og þau voru bæði brosandi.
Skeljungur hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.4.2008 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mótmælaganga Sturlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.4.2008 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn á ný ætlar vegagerðin að semja við lægstbjóðanda. Í tilkynningum frá vegagerðinni um útboð er alltaf nefnd kostnaðaráætlun sem er unnin fyrir vegagerðina. Þessi kostnaðaráætlun er eftir því sem ég best veit unnin af starfsmönnum vegagerðarinnar, eða ráðgjöfum hennar. Eflaust er vandað til verks og reynt að spá rétt í kostnað viðkomandi verks. Þessi kostnaðaráætlun er síðan sett upp sem einskonar viðmiðunarverð í útboði til þess að greina frá hagstæð tilboð frá óhagstæðum.
Verktaka fyrirtæki stór sem smá bjóða í verkin út frá gögnum sem þeir hafa við sinn rekstur. Þar innanborðs eru einnig hæfir starfsmenn og/eða nýttir eru ráðgjafar frá verkfræðistofum. Einhvernvegin finnst mér að viðmiðunarverð hljóti að vera meðalupphæð tilboða. Einnig myndi ég halda að í verkefnum eins og vegagerð eigi að semja fyrst við þann sem er með raunhæfasta verðið og geti klárlega unnið verkið vel og með fullum gæðum. Sá aðili er að mínu viti sá sem stendur næst meðalverðinu.
Oft eru í gefnum tilboðum öfgar í báðar áttir, það er mjög hátt tilboð og mjög lágt tilboð. Til þess að fjarlægja áhrif þessara öfga úr meðaltalinu er best að sleppa þeim.
Í tilfelli Reykjanesbrautarinnar hefði í upprunalegu útboði samið við aðila sem myndi klára verkið, og ekki alltaf notuð ódýrasta lausnin.
Nú á að fara að semja við lægstbjóðanda "Adakris uab.og Toppverktaka ehf", enn og aftur. Niðurstaðan er óvönduð vinnubrögð og gæðamál látin sitja á hakanum.
Ef meðalverðsreglan er nýtt væri kostnaðurinn hærri fyrir vegagerðina, en hvert rennur þessi aukakostnaður. Hann rennur að mestu leiti aftur í samfélagið í formi launa og skatta. Skiptir þá einhverju höfuðmáli hvort greitt sé 847.279.900 krónur samkvæmt tilboði Loftorku ehf. og Suðurverks hf eða um 150 miljónum minna til "lægstbjóðanda"
Eflaust eru fullt af göllum við þessa tillögu mína, en það hlýtur að vera hægt að vera með annað kerfi en það sem ýtir undir það að mannvirkjagerð á Íslandi sé alltaf "ódýrasti" kosturinn.
Akstursstefnur aðgreindar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.4.2008 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins vinnur lögreglan vinnuna sína.
Ég get vel skilið kröfur atvinnubílstjóra að það eigi að endurskoða eða fella úr gildi hvíldartímaákvæðið og mögulega að setja upp einhverja aðstöðu á þjóðvegum fyrir þessa og almenna bílaumferð. Hér í Danmörku eru hvíldarstæði með reglulegu millibili og er mjög gott að geta stigið útúr bílnum án þess að lenda í lífshættu á langri leið.
Hins vegar á svona beiting á lögum heima í dómsölum, jafnvel þingsölum.
Hitt er annað með bensín og olíuverð. Allger skammsýni að ætla að fara að lækka þær álögur. Frekar ætti að hækka þessar álögur í skrefum næstu 10 árin og niðurgreiða umhverfisvæna bíla og rútugjöld. Væri einnig hægt að hugsa sér að nýta aukaálögur til að byggja upp rafmagns eða vetnis lestarkerfi. Möguleikarnir eru endalausir, en eitt er víst að olía er ekki óþrjótandi í heiminum og verð á henni á bara eftir að aukast.
Við þurfum að nýta okkar tækifæri til þess að vera ekki gjörsamlega háð OPEC eftir 50 ár þegar talið er að olían fer að verða að skornum skammti í heiminum. Væri ekki nær að far að undirbúa sig fyrir það og venja okkur á að spara við erlendri orku þegar nóg er af henni heima.
Atvinnubílstjórar eru ekki að keyra fyrir sjálfan sig, nema núna í mótmælum. Allt sem þeir keyra greiðir viðskiptavinurinn. Eigum við að fara að vorkenna þeim sem gera slæma samninga við verkkaupa. Spurning hvor þeir eigi ekki að rukka olíugjald eins og skipafélögin gera.
Sjálfur keyri ég um á mjög eyðslufrekum bíl, og ætti að fara að endurskoða það val mitt, en ég ætla ekki að fara að stöðva umferð til þess að fara að væla yfir þessu vali mínu.
Hættið þessu væli, ég vorkenni landsmönnum ekki fyrir hátt orkuverð á meðan bílum fjölgar meira en íbúum landsins og 2-3 bílar eru við hvert heimili, þar af einn 6 lítra amerískur. Kíkið á strætó, það er eina leiðin til að hið opinbera sjái sér hag í að efla það kerfi.
Mikill hiti í bílstjórum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.4.2008 | 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég er á því að það eigi að skoða lestarkerfi, og ekki bara í Reykjavík. Ég myndi vilja sjá eftir 30 - 40 ár lest frá Keflavík til Reykjavíkur, líka austur til Selfoss og vestur á Borgarfjörð. Þá myndi ég vilja að um væri að ræða lest með hámarkshraða ca 250 km/tímann. Þá væri hægt að sækja vinnu hvar sem er á suðvesturhorninu á max ca. 40 mín hvar sem maður kýs að búa. Enn betur væri hægt að gera með að setja háhraða lest milli Rvík og Akureyri yfir hálendið, eða bara beina leið Akureyri Selfoss.
Lestarnar væru annaðhvort vetnisknúnar, eða maglev lest sem er ódýrari í viðhaldi sem nota eingöngu innlenda umhverfisvæna orku.
Hér er um að ræða svakalega framkvæmd, samt ekki svo svakaleg á 30 - 40 árum. Samhliða þessu á að leggja niður flugvöllinn í vatnsmýrinni, flytja sjúkraflug til Suðurnesja með styrkingu á Sjúkrahúsinu suðurfrá.
Það góða er að allt þetta kostar minna en verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni hafa lækkað síðustu mánuði og ávinningurinn er gríðarlega stórt atvinnusvæði, minni CO2 losun, færri slys á vegum og fl.
Einnig á að AUKA bensíngjald ekki minnka eins og flestir virðast vera fylgjandi og nota aukaálögurnar til að fella niður tolla af bílum sem nota innlenda orku, jafnvel að niðurgreiða slíka bíla.
Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.3.2008 | 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)